SAMSPIL 2015
UT átak MenntaMiðju

Fræðsla um upplýsingatækni fyrir leik-, grunn- og framhaldsskólakennara

Kynningarmyndskeið

Stutt kynningarmyndskeið um Samspil 2015. Sjá nánar með því að smella á myndina hér fyrir ofan.

Útspil

Útspil er staðbundið námskeið sem boðið verður upp á víða um land í vor. Námskeiðinu er ætlað að gefa tóninn fyrir UT-átakið. Þátttakendur fá að kynnast tækninýjungum í námi og kennslu og nýjum kennsluaðferðum.

Vefnámskeið

Í hverjum mánuði verða haldin tvö vefnámskeið þar sem kynnt verða ný verkfæri, kennsluhugmyndir eða hugmyndafræði skólastarfs.

Kennslumyndskeið

Stutt myndskeið þar sem kynnt eru áhugaverð tól og tæki sem nýtast í námi og kennslu.

Starfssamfélög

Þátttakendur kynnast starfssamfélögum MenntaMiðju á netinu og nota þau til að deila reynslu og þekkingu til áframhaldandi starfsþróunar. Einnig fá þátttakendur aðgang að sérstöku samfélagssvæði á netinu.

Fleiri námskeið

Á vef Samspils 2015 er að finna upplýsingar um námskeið fyrir skólastjórendur og valkvæð námskeið sem Menntamiðja og samstarfsaðilar bjóða upp á.

Á vegum verkefnisins er jafnframt boðið upp á námskeið fyrir skólastjórnendur, valkvæð námskeið fyrir skóla og vísað á fræðsluaðila í upplýsingatækni

#menntaspjall á Twitter

#menntaspjall á Twitter

Samstarfs- og stuðningsaðilar

Team member
Team member
Team member
Team member