janúar 31, 2015

Um Samspil 2015

image_pdfimage_print

Samspil 2015: UT-átak Menntamiðju er heildstætt verkefni þar sem nýttar eru fjölbreyttar leiðir til að stuðla að og styðja við notkun upplýsingatækni í skólastarfi.  Verkefnið er styrkt af Rannís og er byggt á sérþekkingu sem til hefur orðið á Menntamiðju í samstarfi við ýmsa aðila um símenntun og starfsþróun og bæði inntak og skipulag tekur mið af reynslu í fjölda þróunarverkefna og rannsókna. Boðið verður upp á staðbundin námskeið víða um land, fræðslu og eftirfylgni á netinu í tengslum við starfsemi Menntamiðju og starfssamfélaga skólafólks.

Markmið verkefnisins er að stuðla að aukinni þekkingu, umræðu og notkun á upplýsingatækni í námi og kennslu. Þetta er annars vegar gert með námskeiðahaldi og hins vegar með því að efla samfélög sem snúast um starf kennara á netinu sem vettvang fyrir áframhaldandi samskipti, samstarf og starfsþróun skólafólks. Auk þess að kynnast tækninýjungum og kennsluaðferðum á staðbundnum námskeiðum munu þátttakendur læra að nota vefmiðla, t.d. vefsvæði torga, Facebook-hópa, #menntaspjall á Twitter, YouTube og fleira. Á þessum miðlum munu þátttakendur geta leitað ráða, miðlað af eigin reynslu og þekkingu og skipulagt samstarfsverkefni til að efla sig í starfi. Samlegðaráhrifin og áframhaldandi starfsþróun felast í því að efla skólafólk til sjálfsnáms og auka þátttöku í starfssamfélögum torga og Menntamiðju.

Námskeiðslýsing á pdf formi.

Auglýsing á pdf formi til að prenta út.