febrúar 5, 2015

Myndskeið til sjálfsnáms

image_pdfimage_print

London 025_picmonkeyed

Sjá myndskeið fyrir neðan.

Í tengslum við Samspil 2015 verða útbúin stutt kennslumyndskeið sem kenna á tiltekin verkfæri. Með hverju myndskeiði fylgir umfjöllun um gildi verkfæranna fyrir nám og kennslu, tengingu við aðalnámskrár og varpað verður fram krefjandi spurningum um notkunarmöguleika og leitað eftir dæmum um notkun.


Myndskeiðin verða opin öllum og verður hægt að horfa á þau á þeim tíma sem hverjum og einum best hentar. Myndskeiðum verður safnað á vef Samspils. Þátttakendur í átakinu verða hvattir til að bæta í safnið með eigin myndskeiðum. Þannig er stefnt að því að til verða gott safn sem kennarar geti gengið í við sjálfsnám og undirbúning kennslu.

Myndskeiðasafn Samspils. Athugið að um safn er að ræða með fjölda myndskeiða. Smellið efst í vinstra horn til að sjá lista yfir öll myndskeiðin.Sigurður Jónsson, þátttakandi í Samspil 2015 útbjó þessar leiðbeiningar um gerð margmiðlunarplakata með appinu Glogster og leyfði okkur að deila með öðrum hér:

Hugmyndir að kennslumyndskeiðum:

Facebook Moodle QR kóðar Floor
Pinterest Kahoot eTwinning gagnagrunnur Bubbl.us
Twitter Socrative TwinSpace Powtoon
Youtube Showbie Kodable Blogg verkfæri
Dropbox Google Classroom Kodable Class Vefsíðugerð
Google Drive Snjalltæki CodCademy Creative Commons höfundarleyfi
One Drive Myndavélar Hopscotch Gagnagrunnar og gagnabankar með opnu menntaefni
 iCloud Myndvinnsluforrit Tynker Framtíðarhjól

 Birt með fyrirvara um breytingar.