Þátttakendur í Samspili fá að kynnast starfssamfélögum Menntamiðju á netinu og nota þau til að deila reynslu og þekkingu til áframhaldandi starfsþróunar. Einnig fá þátttakendur aðgang að sérstöku samfélagssvæði á netinu.
Að baki Menntamiðju eru fjölmörg starfssamfélög kennara tengd ýmsum kennslugreinum, verkefnum og tækni. Áætlað er að virkja samfélögin í tengslum við Samspil 2015. Vakin verður athygli á efni námskeiða og annars námsefnis á samfélagsmiðlum og miðlað hugmyndum og námsgögnum sem sýna hvernig hægt er að flétta upplýsingatækni að kennslu hinna ýmsu námsgreina og námssviða á öllum skólastigum. Umræðan á samfélagsmiðlum verður tengd við þema hvers mánaðar.
Febrúar | Upplýsingatækni í starfsþróun og framtíð menntunar |
Mars | Samvinna í skýjunum |
Apríl | Samfélagsmiðlar |
Maí | Sköpun, tjáning, miðlun, læsi, upptökur og myndvinnsla |
Ágúst | Rafrænt samstarf, eTwinning |
September | Námsumsjón og námsmat |
Október | Forritun og leikjafræði |
Nóvember | Faggreinakennsla: sköpun, tjáning, miðlun |
Desember | Námsefnisgerð, opið menntaefni og höfundaleyfi |
Janúar | Næstu skref og framtíðin |