febrúar 5, 2015

Útspil: staðbundin námskeið

image_pdfimage_print

2015-04-21 14.43.04
Útspil er staðbundið námskeið sem boðið verður upp á víða um land vorið 2015. Því er ætlað að gefa tóninn fyrir samspilsnámskeiðið og kveikja hjá þátttakendum áhuga á að nýta upplýsingatækni í starfi sínu. Á Útspilinu verður sérstaklega lögð áhersla á að kynna verkefni og þemu ársins 2015, tækninýjungar, nýja kennsluhætti og hvetja til áframhaldandi samstarfs og starfsþróunar skólafólks, bæði þeirra sem taka þátt í samspilinu og annarra.

Útspil er 5 tíma námskeið. Staðbundinn tengiliður á hverjum stað aðstoðar kennara á námskeiðinu.

Skipulag Útspils verður þannig:

 • Innlögn: Upplýsingatækni í námi, kennslu og starfsþróun; helstu tækninýjungar; áhrif tækniþróunar á kennslu og kennsluhætti og framtíðarhorfur.
 • Hópvinna þátttakenda: Unnið verður í hópum sem skipt verður eftir skólastigum og í blönduðum hópum. Þátttakendur í hópunum kynnast gagnlegum tólum og tækjum sem nýtast vel í námi og kennslu. Á meðan námskeiðið stendur verður í gangi vefspjall (e. backchannel chat).
 • Menntabúðir: Jafningjafræðsla þar sem þátttakendur deila þekkingu sín á milli, kynnast og efla tengslanet sitt.
 • Vefvarp með samantekt: Verkefnastjóri MenntaMiðju stýrir vefvarpi, í beinni útsendingu á vefnum, með tveimur þátttakendum, svæðistengli og fyrirlesara þar sem rætt verður um afrakstur dagsins og næstu skref. Vefvarp verður vistað og gert aðgengilegt á YouTube rás og vef Samspils.

Námskeiðið verður haldið á eftirfarandi stöðum:

 • Akureyri, 21. apríl kl. 14-19 – svæðistengiliður: Bergþóra Þórhallsdóttir
 • Bolungarvík, 10. apríl kl. 14-19 – svæðistengiliður Auður Hanna Ragnarsdóttir
 • Borgarnesi/Snæfellsnesi, 20. apríl kl. 13-18 – svæðistengiliður: Hjálmur Dór Hjálmsson 
 • Egilsstöðum, 16. apríl kl. 13-18 – svæðistengiliður: Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir
 • Selfoss, 28. apríl kl. 13-18 – svæðistengiliður: Mohammad Azfar Karim
 • Reykjanesi, 24. mars kl. 14-19 – svæðistengiliður: Þormóður Logi Björnsson
 • Reykjavík, 9. mars áhersla á framhaldsskóla, 10. mars áhersla á grunnskóla, 16. mars áhersla á leikskóla
 • Reykjavík 5. maí, Ath. aukanámskeið
 • Reykjavík laugardaginn 26. september, fimmtudaginn 8. október bæði námskeiðin henta öllum skólastigum

Tveimur síðustu námskeiðunum var bætt við til að koma til móts við nýja þátttakendur og gefa fleirum kost á að skrá sig. Ákveðið var að halda annað námskeiðið á laugardegi með von um að kennarar búsettir utan höfuðborgarsvæðisins sjái sér fært að taka þátt.

Tvö síðustu námskeiðin eru sérstaklega ætluð nýjum þátttakendum sem og þeim sem misstu af Útspili á sínum svæðum.