Boðið verður upp á tvö vefnámskeið í hverjum mánuði sem þátttakendur á samspilsnámskeiðinu sækja. Vefnámskeið fara þannig fram að fyrirlesari er með innlegg, kynnir verkfæri, kennsluhugmyndir og hugmyndafræði. Á meðan á námskeiðinu stendur geta þátttakendur spjallað saman, tjáð sig um efnið eða borið fram spurningar. Á vefnámskeiðinu er notað vefumhverfi sem leyfir samskipti þátttakenda með hljóði, mynd, textaspjalli og skjáskiptum. Hvert vefnámskeið og umræður taka um 1-1,5 klst.
Vefnámskeiðin fara fram í rauntíma en verða tekin upp og birt á vef Samspils þannig að þau nýtast sem flestum að námskeiðunum loknum.
Fyrirhuguð vefnámskeið:
7. mars Uppbygging Samspils. Tengiliðir kynna sig. Framtíð menntunar og skólaþróun. Bjarndís Fjóla Jónsdóttir og Tryggvi Thayer, verkefnastjórar. | 25. mars Skýjaþjónustur og samvinnuverkfæri. Hans Rúnar Snorrason, kennari við Hrafnagilsskóla. |
15. apríl Samfélagsmiðlar í skólastarfi. Svava Pétursdóttir, Nýdoktor við Menntavídsindasvið HÍ. | 29. apríl Stafræn borgaravitund. Sólveig Jakobsdóttir, Dósent við Menntavísindasvið HÍ. |
13. maí ÚT úr húsi með myndavélar og fartæki. Salvör Gissurardóttir, Lektor við Menntavísindasvið HÍ. | 29. maí Tjáning og miðlun í samþættum verkefnum. Erla Stefánsdóttir, kennari í Myndveri grunnskóla Reykjavíkur. |
12. ágúst Almenn kynning á eTwinning. Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir og Kolbrún Hjaltadóttir | 26. ágúst Dæmi af notkun eTwinning. Anna Wahlström, Elín Þóra Stefánsdóttir og Þóra Þórðardóttir. |
16. september Moodle í námi og kennslu. Anna María Þorkelsdóttir. | 30. september Fjölbreyttar leiðir í námsmati Sigurgrímur |
14. október Forritun í skólastarfi Tryggvi Thayer | 28. október Forritun og leikjafræði Skúlína Hlíf Kjartansdóttir |
11. nóvember Netbundin verkfæri Bjarndís Fjóla Jónsdóttir | 25. nóvember Netbundin verkfæri Helena Sigurðardóttir og Margrét Þóra Einarsdóttir, kennarar við Brekkuskóla |
9. desember Opið menntaefni Sigurður Fjalar Jónsson | 16. desember Hugverkaréttur og heimildanotkun Sigurbjörg Jóhannesdóttir Nánar |
6. janúar Tækniþróun og samfélagsbreytingar. Skólinn í tæknisamfélagi |
Birt með fyrirvara um breytingar.