Áhersluþáttur í UT-átaki MenntaMiðju er að bjóða skólafólki upp á aðgengi að fjölbreyttri fræðslu og um leið töluverðu vali um viðfangsefni.
Fræðsla í upplýsingatækni
Samspilsverkefnið bendir sérstaklega á fræðsluaðila sem sinna fræðslu til skóla um upplýsingatækni.
Stjórnendanámskeið
Í tengslum við UT-átak MenntaMiðju verður boðið upp á sérstaka stjórnendafræðslu þar sem áhersla er lögð á mikilvægi stjórnenda sem faglegra leiðtoga þegar kemur að því að marka stefnu, skapa svigrúm, styðja kennara og styrkja þá í vinnubrögðum sem tengjast tækni og eru í eðli sínu þvert á greinar, bóklegar og verklegar.
Námskeiðin sem auglýst verða síðar á árinu byggjast á innlögn, menntabúðum, kynningum og umræðum sem tengjast eftirfarandi áhersluþáttum:
- Stjórnandinn sem faglegur leiðtogi.
- Kennslufræðin, veruleikinn og góðar fyrirmyndir
- Stefnumótun, kaup á búnaði, innleiðing og stuðingur við notkun
- MET-stefnan (e. BYOD), siðferðis- og öryggismál, þráðlaus net, utanumhald snjalltækja og þráðlaus vörpun í kennslustofunni
- Um örbylgjugeislun og skjátíma barna
- Kynning á Samspilsnámskeiðinu
- Skýjaþjónustur
- Samfélagsmiðlar
- Notkun rafbóka í verkefnavinnu
- Notkun rafbóka við námsmat
- Námsumsjónarkerfi
- Forritun í fjölbreyttu samhengi
- Hver er kennari/nemandi/skóli framtíðarinnar?
- Hvaða tækni kemur til með að hafa mest áhrif á menntun á næstu 10 árum?
- Hvert viljum við stefna og hvað þarf til?
Valkvæð námskeið
Auk þeirrar fræðslu sem dreifist yfir árið 2015, er hér settur fram hugmyndalisti fyrir staðbundna fræðslu sem hægt er að panta sérstaklega út í skólana. Þetta er gert til að koma til móts við heilu skólasamfélögin (þ.e. einstaka skóla, skólahverfi, skólaskrifstofur og félög kennara) sem áhuga hafa á tiltekinni fræðslu.
Gert er ráð fyrir að um sé að ræða tveggja til þriggja tíma námskeið sem laga má að mismunandi markhópum og óskum. Skólar munu greiða uppsett verð fyrir námskeiðin og með jöfnunarsjónarmið að leiðarljósi fá a.m.k. fyrstu 20 skólarnir utan höfuðborgarsvæðisins sem panta valkvæð námskeið ferðakostnað fyrirlesara niðurgreiddan.
Stjórnendur og leiðtogar
- Stjórnandinn sem faglegur leiðtogi. Áhuga- og viðhorfsgreining.
- Kennslufræðin, veruleikinn og góðar fyrirmyndir
- Stefnumótun, kaup á búnaði, innleiðing og stuðningur við notkun
- Skólaþróun og framtíðarhorfur
- Unnið með matsramma sem greinir stöðu upplýsingatækni í skólanum út frá eftirfarandi þáttum: Aðstaða og búnaður, fyrirkomulag kennslu, inntak kennslu, áskoranir og tækifæri, skólanámskráin, sérstaða skólans, fyrirmyndarverkefni og næstu skref í stuttu máli.
- Hvernig birtast áherslur UT í skólanámskrám og áfangalýsingum skólans?
- Fyrirmyndir um mismunandi áherslur kynntar
- Hvaða hæfniviðmið setjum við?
- Hvert viljum við stefna og hvað þarf til?
- Hverjir eru þeir og hvaða hlutverk hafa þeir?
- Hagnýt dæmi um jafningjafræðslu í UT
- Kynning á samráðsvettvangi UT-leiðtoga
- Sameiginleg hugmyndavinna í menntabúðum þátttakenda
- Þráðlaus net, uppsetning og stillingar
- Samingar og aðgengi nemenda, starfsmanna og gesta
- Utanumhald snjalltækja (s.s. ID, hugbúnaðarkaup og vöktunarbúnaður)
- Þráðlaus vörpun í kennslustofunni og notkun í námi og kennslu
- Hver er kennari/nemandi/skóli framtíðarinnar?
- Hvaða tækni kemur til með að hafa mest áhrif á menntun á næstu 10 árum?
- Hvernig sköpum við skóla framtíðarinnar?
- Hvernig búum við okkur undir framtíðina?
Kennsluhættir, inntak og áherslur
- Um TPACK-líkanið, um SAMR-líkanið og flokkunarkerfi Blooms
- Um áherslu á samþættingu, læsi í víðum skilningi og fjölbreytta hæfni
- Umræða um hvað allir kennarar eiga að vita, kunna og geta
- Myndasýning, verkefnavinna og rýni
- Um hvernig möguleikar skjávarpans eru fullnýttir
- Um skjáupptökur í námi og kennslu
- Smarttöflur og möguleikar með snjalltækjum
- Hagnýt ráð, valin verkfæri og dæmi um fjölbreytta skjávarpanotkun
- Um samráð kennara, fjölbreytta og markvissa samþættingu
- Um samþættingu í aðalnámskrá, skólanámskrám og kennsluáætlunum
- Fjölbreyttar fyrirmyndir, þemaverkefni og verkfæri sem henta vel í skapandi vinnu (s.s. myndvinnslu, hljóðvinnslu, gerð myndbanda, vefsíðna og veggspjalda).
- Miðlun hæfniviðmiða og stuðningur við leiðsagnarmat
- Gerð matsramma (e. Rubrics)
- Um sjálfsmat, viðurkenningarmerki og möppumat með rafbókum
- Um hagnýt verkfæri sem gagnast við námsmat
- Um verkfæri og notkun sem tengist eftirfarandi hæfni:
- Tjáning og miðlun
- Skapandi og gagnrýnin hugsun
- Sjálfstæði og samvinna
- Nýting miðla og upplýsinga
- Ábyrgð og mat á eigin námi
- Umræða um samþættingu og hagnýt verkefnavinna
- Hvaða verkfæri og vinnu má tengja við eftirfarandi grunnþætti: Læsi, sköpun, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti.
- Valdar fyrirmyndir kynntar
- Umræða um samþættingu og hagnýt verkefnavinna
- Dæmi um fyrirmyndarsamstarf
- Um áherslur í læsistefnum og skólanámskrám
- Kynning valinna verkfæra
- Um samfélagsmiðla og stoðir fyrir kennara
- Um notkun upplýsinga- og samskiptatækni í framhaldsskólum
- Umræða um sjálsmat og stöðupróf
- Hugmyndavinna og þarfagreining
- Skilgreining samræmdra viðmiða
- Kennsluhættir og námsumsjón á neti
- Netstutt nám, möguleika og kostir námsumsjónarkerfa
- Frá einfaldri lausn til flóknari verkfæra
- Kynning á völdum verkfærum (s.s. Google Classroom, Edmodo og Moodle)
- Almenn kynning
- Um helstu verkfæri: Dropbox, GoogleDrive, OneDrive o.fl
- Samvinnumöguleikar, hagnýt dæmi og stoðir
- Góðar fyrirmyndir um notkun í námi og kennslu
- Helstu möguleikar Google verkfæranna drive, docs, slide, forms, sheets, draw og viðbóta sem nýtast í námi og kennslu
- Samfélagsmöguleikar á Google+, Hangouts og Calendar.
- Google apps for education og Google classroom
- Dæmi um yfirferð verkefna og samvinnuverkefni nemenda
- Um Office 365 á netinu og geymslusvæði OneDrive
- Helstu möguleikar verkfæranna Word, Excel, PowerPoint, OneNote, Outlook, Publisher, Access, OneDrive og Skype í námi og kennslu
- Helstu aðgerðir, flýtileiðir og gagnlegar upplýsingaveitur á netinu
- Góðar fyrirmyndir um notkun í námi og kennslu
- Um iWorks og iCloud
- Helstu möguleikar verkfæranna Pages, Keynote, Numbers, Find my iPhone/iPad, Calendar, Mail, iCloude drive, Notes, Reminders
- Samvinnumöguleikar, hagnýt dæmi og stoðir
- Góðar fyrirmyndir um notkun í námi og kennslu
- Frásögn nemenda sem talar íslensku sem annað mál
- Kennsluhættir og námsumsjón á neti
- Verklag og stoðir
- Hagnýt verkefnavinna með nettengdum snjalltækjum
- Yfirlit yfir algenga notkun
- Kynning á Sérkennslutorginu og samfélagsmiðlum
- Kynning á þjónustu og námskeiðum (t.d.TMF)
- Hagnýt verkefnavinna með snjalltækjum
- Opið efni og merkingar efnis
- Erlendir námsefnisbankar kynntir
- Námsefnisgerð nemenda
- Valin verkfæri til námsefnisgerðar kynnt
- Upptökur og hljóðvinnsla
- Smáforrit kynnt sem styðja við tónlistarkennslu
- Kynning á vefværkfærum
- Hagnýt verkefnavinna
- Um hugmyndafræði vendikennslu
- Um skjáupptökur kennara og nemenda
- Valin dæmi, vistun efnis og efnisbankar
- Kynning verkfæra og verkefnavinna
- Kynningin: Forritun er ekki bara kóði
- Um fyrstu skrefin og þráð milli skólastiganna þriggja
- Um valin verkfæri (s.s. Kodable, Kodable Class, CodeCademy, Hopscotch, Tynker, Fresh Pick og Floors)
- Um formlega forritunarkennslu og möguleika í samþættri verkefnavinnu
- Um verkefnið, þjónustu, fulltrúa og verkfæri
- Um netnámskeið og vinnustofur
- Um samstarf skóla í Evrópu og innanlands
- Dæmi um verkefni
Kennarinn og tæknin
- Almennt um samfélagsmiðla í skólastarfi
- Símenntun og starfsþróun kennarans á netinu
- Möguleikar með nemendum og foreldrum
- Helstu verkfæri (s.s. Pinterest, Instagram, Facebook og Twitter)
- Um möguleikana árið 2015
- Dæmi um notkun tengda námssviðum leikskólans (sér í lagi mál, læsi, menningu og sköpun)
- Um skjátíma og ábyrga notkun
- Hagnýt verkefnavinna
- Um möguleikana árið 2015
- Dæmi um notkun tengda hæfniviðmiðum greinarinnar
- Upplýsingatækni sem verkfæri kennarans og nemandans
- Dæmi um samþætta verkefnavinnu
- Hagnýt verkefnavinna
- Um möguleikana árið 2015
- Upplýsingatækni sem verkfæri kennarans og nemandans
- Dæmi um notkun tengda hæfniviðmiðum
- Dæmi um samþætta verkefnavinnu
- Hagnýt verkefnavinna
- Um möguleikana árið 2015
- Upplýsingatækni sem verkfæri kennarans og nemandans
- Dæmi um notkun snjalltöflu í kennslu
- Dæmi um skráningar í snjalltækjum
- Vinna með spjaldtölvur sjónrænt skipulag, málörvun, skapandi skólastarf, ritun ofl.
- Hagnýt verkefnavinna
Íslenskukennarinn, tungumálakennarinn, list- og verkgreinakennarinn, náttúrufræðikennarinn, samfélagsfræðikennarinn, íþróttakennarinn, stærðfræðikennarinn, upplýsinga- og tæknimenntarkennarinn, valgreinakennarinn og upplýsingatæknin
- Um möguleikana árið 2015
- Upplýsingatækni sem verkfæri kennarans og nemandans
- Dæmi um notkun tengda hæfniviðmiðum greinarinnar
- Dæmi um samþætta verkefnavinnu
- Hagnýt verkefnavinna
- Hvað er: „Lifandi fræðslu- upplýsinga- og menningarmiðstöð“?
- Hæfniviðmið um upplýsingaöflun og úrvinnslu
- Skólasafnavefurinn og möguleikar samfélagsmiðla
- Umræður og miðlun fyrirmynda
Upplýsingatækni – heimili og skóli
- Um bekkjarsamskipti og rafrænt utanumhald
- Um samskiptareglur og viðmið
- Um verkfæri sem styðja við upplýsingamiðlun og samstarf heimila og skóla
- Um möguleika bloggs, Facebook, Twitter, Instagram, Pinterest, Smore o.fl.
- Tölur um miðlanotkun barna og ungmenna
- Um vinsælustu tölvuleikina og netverkfærin
- Um áhugahvöt, virkni og sjálfsnám á t.d. YouTube
- Sameiginleg hugmyndavinna um möguleika í skólastarfinu
- Um menntun og skemmtun
- Jöfnuður nemenda og kynjafræðivinkillinn
- Dæmi um notkun leikja í skólastarfi með sérstakri áherslu á MineCraft
- Menntabúðir og spilun leikja
- Um stafræna borgaravitund
- Um friðhelgi nemenda og kennara
- Um skólasáttmála, áreiti stafrænna miðla og ábyrga notkun
- Fyrirmyndir að fræðslu til nemenda, foreldra og starfsmanna kynntar
Snjalltæki í skólastarfi
Á vegum UT-átaks MenntaMiðju verður boðið upp á námskeið um snjalltækjanotkun í skólastarfi eða vísað á fræðsluaðila sem þegar bjóða slík námskeið.
Markmið námskeiðanna er að kynna fjölbreytta möguleika snjalltækja í skólastarfi og gefa yfirlit yfir margvíslegar bjargir sem kennarar geta nýtt sér.
Hægt verður að sníða námskeiðin (fyrir iOs, Android og Windows) að óskum skóla út frá t.d. eftirfarandi þáttum:
- Fyrstu skrefin, stýrikerfi, stillingar og virkni
- Hugbúnaðarkaup og deiling
- Upptökur og myndvinnsla
- Tónlistin
- Rafbókagerð, veggspjöld, QR kóðar
- Forrit til málörvunar
- Í sérkennslunni
- Lykilhæfnin, grunnþættirnir og námssviðin
- Kosningar og mat með Socrative, Poll Everywhere, Kahoot o.fl?
- Þráðlaus vörpun með t.d. AirServer og AppleTV og spennandi aukahlutir